fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Hetjurnar hafa unnið þrekvirki – Bjartsýni á að íbúar fái heitt vatn í dag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 11:20

Mynd/HS Orka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn og verktakar á vegum HS Orku unnu að því í alla nótt að tengja nýja hjáveitulögn við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær.

„Vinnan hefur gengið vel og ríkir bjartsýni um að það takist að hleypa heitu vatni á lögnina þegar líður á daginn eða kvöldið,“ segir í tilkynningu sem Almannavarnir birtu á Facebook-síðu sinni um 11 leytið.

Í tilkynningunni er þó ítrekað að aðgerðin sé flókin og margt þurfi að ganga upp til að allt takist.

„Þegar vatni verður hleypt á nýja lögn er mikilvægt að íbúar Suðurnesja fari áfram sparlega með heitt vatn næstu daga á meðan lögnin er að taka við sér.  Á myndinni, sem fengin er á Facebook-síðu HS Orku, má sjá starfsmenn og verktaka vinna þrekvirki í nótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“