fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Víðir segir að rafmagnið og kalda vatnið séu líka í hættu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 12:42

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá Almannavörnum, segir að rafmagns- og kaldavatnslagnir séu líka í hættu á að verða undir hrauni.

Stofnlögn sem flytur heitt vatn til Reykjanesbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga fór í sundur nú í hádeginu.

Víðir var í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu þar sem hann sagði fleiri innviði í hættu en heita vatnið. Fjallað er um þetta á Vísi.

„Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi,“ sagði hann í fréttum Stöðvar 2.

Hann segir að viðbúið sé að heitavatnslaust verði á Suðurnesjum í einhverja daga.

Uppfært:

Eftirfarandi SMS skilaboð voru að berast til íbúa Suðurnesja frá Almannavörnum

„Almannavarnir biðla til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt er að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Fylgjast með fréttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk himinháa rukkun fyrir smábeyglu á bílaleigubíl – „Myndi ekki kalla þetta svindl en þetta er mjög ósanngjarnt“

Fékk himinháa rukkun fyrir smábeyglu á bílaleigubíl – „Myndi ekki kalla þetta svindl en þetta er mjög ósanngjarnt“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Í gær

Sakar Hörð Torfa um að skreyta sig með stolnum fjöðrum

Sakar Hörð Torfa um að skreyta sig með stolnum fjöðrum
Fréttir
Í gær

Orðinn langþreyttur á innbrotum og býður 300 þúsund króna fundarlaun fyrir hið nýjasta – „Það er ógeðslegt hvernig þetta er orðið“

Orðinn langþreyttur á innbrotum og býður 300 þúsund króna fundarlaun fyrir hið nýjasta – „Það er ógeðslegt hvernig þetta er orðið“
Fréttir
Í gær

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi
Fréttir
Í gær

Er Rússum að takast að eyðileggja NATÓ? – „Bíður Pútín eftir þessu?“

Er Rússum að takast að eyðileggja NATÓ? – „Bíður Pútín eftir þessu?“