fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Stunurnar frá nuddstofunni trufluðu biblíuskólann – Nemendur sáu vaggandi bíl á bílastæðinu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 22:00

Verið var að tæma nuddstofuna þegar fréttaljósmyndarar komu á staðinn. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari San Diego borgar bað dómara um að fyrirskipa lokun á nuddstofunni Ocean Spa and Health Station. Þar hafi verið stundað vændi og hugsanlega mansal og stunurnar truflað starf biblíuskólans sem stendur við hliðina á henni.

Greint er frá þessu í blaðinu People.

Upp komst um vændið eftir að nemendur biblíuskólans kvörtuðu undan háværum stunum og kynlífshljóðum frá nágrannabyggingunni. Áttu þeir erfitt með að einbeita sér við lestur ritningarinnar undir þessum hljóðum.

Ekki nóg með hljóðin þá sáu nemendurnir tvær manneskjur stunda holdsins fýsnir í vörubíl á bílastæðinu fyrir framan skólann og nuddstofuna. Þetta var um miðjan dag. Þá sá einn nemandi „vaggandi bíl“ á þessu sama bílastæði.

Biblíuskólinn opnaði árið 2022. Eru það einkum ungmenni sem stunda nám, sum undir lögaldri. Sumir karlkyns nemendur hafa kvartað yfir því að starfsmenn nuddstofunnar hafi reynt að tæla þá yfir til sín.

Leynilöggum boðið kynlíf

Kvartanirnar rötuðu til lögreglu, sem hafði reyndar verið að rannsaka sömu aðila allt frá árinu 2018. Málið teygði sig til nefnilega annarrar nuddstofu í eigu sömu aðila, þar sem nágrannar höfðu einnig kvartað.

Samkvæmt Mara W. Elliot, saksóknara, hafði verið kvartað yfir því að kvenkyns starfsmenn nuddstofanna hefðu sést í fatnaði sem skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Þá virtist sem svo að opnunartíminn væri mjög frjálslegur.

Elliott fékk staðnum lokað en hugsanlegt er að eigendunum verði refsað. Mynd/Youtube

Leynilögreglumenn voru sendir á annan staðinn til þess að panta nuddþjónustu en þeim var að fyrra bragði boðin kynlífsþjónusta fyrir aukagjald.

Sá staður fékk fyrst viðvörun árið 2019 en var síðan lokað. Þá var Ocean Spa and Health Station opnaður, sem eru reyndar tveir aðskildir staðir en grunur er um vændi á báðum stöðum.

Grunur um mansal

Í gögnum málsins kemur einnig fram að kynlífsþjónusta á nuddstofunni hafði verið auglýst á netinu í meira en þúsund skipti.

Að sögn Elliot er ekki aðeins grunur um að vændi sé stundað á nuddstofunni, heldur einnig mansal.

„Við erum ekki sannfærð um að þessar konur séu að selja vændi af frjálsum og fúsum vilja,“ sagði hún í yfirlýsingu. „Við höfum áhyggjur af velferð þessara starfsmanna.“

Meðal annars sé grunur um að sumir starfsmennirnir hafi sofið á staðnum.

Dómari varð við kröfu Elliot um að loka staðnum en einnig var gerð krafa um 100 þúsund dollara í sekt, eða tæpar 14 milljónir króna, og að eigendurnir greiði þann kostnað sem hefur hlotist af rannsókn málsins.

Rannsókn lögreglu heldur áfram og hugsanlegt er að eigendurnir verði sóttir til saka og þeim gerð refsing.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu
Fréttir
Í gær

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið