Enska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í júní áður en liðið hefur keppni í lokakeppni EM í Þýskalandi.
Athygli vekur að tveir leikirnir fara fram á St. James’ Park sem er heimavöllur Newcastle.
Þetta er í fyrsta sinn í heil 19 ár sem landsleikur Englands fer fram á þeim velli en Athletic greinir frá.
Fyrri leikurinn er gegn Bosníu þann 3. júní og sá seinni gegn einmitt Íslandi aðeins fjórum dögum seinna.
Síðasti leikur Englands á þessum velli var árið 2005 en liðið spilar heimaleiki sína vanalega á Wembley.