fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Skotmaðurinn við Silfratjörn krafinn um níu milljónir í miskabætur – Ákæra birt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 09:02

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið birt á hendur Shokri Keryo fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll vegna máls sem kallað hefur verið árásin við Silfratjörn. Atburðurinn átti sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember 2023, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar í Reykjavík. Ákærði er sagður hafa skotið fjórum skotum í átt að fjórum mönnum, með óþekktu skotvopni með 9 mm hlaupi.

Þeir sem urðu fyrir árásinni stóðu utandyra við íbúðarhúsnæði. Skotin höfnuðu í fæti eins mannsins, í bíl sem stóð fyrir framan íbúðarhúsið og í húsinu. Maðurinn sem varð fyrir skoti „hlaut sár á hægri sköflung, eitt sár framhliðlægt á fjærhluta sköflungssvæðis hægra megin og annað hinum megin á sköflungssvæðinu, brot á sköflungsbeini og mar sjáanlegt hliðlægt á sköflungi,“ eins og segir í ákæru.

Afturrúða bílsins brotnaði og afturhleri dældaðist. Rúða í búð brotnaði þar sem fjögurra manna fjölskylda var sofandi innandyra. Segir í ákærunni að ákærði hafi með háttsemi sinni stofnað lífi og heilsu þeirra sem fyrir urðu, sem og íbúum hússins, í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt.

Sá sem fékk skot í fótinn gerir miskabótakröfu upp á 3,5 milljónir króna. Tveir aðrir af fjórmenningunum sem ákærði beindi skotum að gera kröfur upp á annars vera 1,5 milljónir og hins vegar 2 milljónir.

Ótilgreind kona gerir kröfu um miskabætur upp á eina milljón króna.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, þriðjudag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ekki í bílbelti og í símanum rétt áður en hann dó í bílslysi

Ekki í bílbelti og í símanum rétt áður en hann dó í bílslysi
Fréttir
Í gær

Reykholtsmálið: Fólk tengt fjölskylduböndum grunað um fjárkúgun og líkamsárás gegn palestínskum manni – Sendu hann illa farinn úr landi

Reykholtsmálið: Fólk tengt fjölskylduböndum grunað um fjárkúgun og líkamsárás gegn palestínskum manni – Sendu hann illa farinn úr landi
Fréttir
Í gær

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árás Biden á Trump missti marks þegar hann ruglaðist á löndum

Árás Biden á Trump missti marks þegar hann ruglaðist á löndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín opnar sig um áfallið: „Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum“

Katrín opnar sig um áfallið: „Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“