fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Sonur Sólveigar vistaður í Klettabæ gegn hennar vilja – „Þegar ég bað um aðstoð var hann tekinn og ég sit ein eftir“

Fókus
Mánudaginn 5. febrúar 2024 08:37

Sólveig Lind og Tinna Barkardóttir, umsjónarmaður Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Lind Ásgeirsdóttir er móðir 17 ára drengs með einhverfu og væga þroskahömlun ásamt öðrum áskorunum, með fjölþættan vanda. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

„Ég hef mest megnis verið ein með hann en hann fékk greiningu þegar hann var fjögurra ára,“ segir Sólveig um son sinn.

Skólagangan fór vel af stað en þegar leið á fóru að koma upp vandamál. Eins og gefur að skilja er mikill kostur að börn fái greiningu snemma sem fylgir þeim inn í grunnskólann. Sonur Sólveigar fór í einhverfudeild en þrátt fyrir það var eins og skólinn væri ekki tilbúinn til að koma til móts við hans þarfir.

„Hann var í einhverfudeild en átti samt að fara inn í matsal með öllum skólanum og borða, sem dæmi. Þetta eru lítil atriði sem verða að stórum vandamálum sem geta triggerað ákveðna hegðun hjá einhverfum sem þola illa áreiti.“

Fannst hún niðurlægð

Í byrjun 10. bekkjar var drengnum vísað úr skóla vegna hegðunar en á þeim tíma var hann farinn að sýna ofbeldishegðun í ákveðnum aðstæðum.

„Honum var vísað úr skólanum og komst að í NOS, skólaúrræði Klettabæjar. Eftir að hafa verið þar í tvo mánuði og farið að ganga betur fékk ég símtal frá barnavernd og mér tilkynnt að vista ætti hann utan heimilis,“ segir Sólveig og bætir við að hún hafi upplifað mikla valdníðslu og niðurlægingu af hendi barnaverndar í Kópavogi.

Sólveig talar um að hún hafi neitað vistun en að henni hafi verið tilkynnt að það færi fyrir dómstóla. Hún segir að hún hafi upplifað eins og hún hefði enga rödd.

„Ég er búin að lesa endalaust af dómum og dómstólar samþykkja undantekningarlaust það sem barnavernd segir. Ég hafði alla tíð hugsað um strákinn minn en þegar ég bað um aðstoð var hann tekinn og ég sit ein eftir“.

Vistaður í Klettabæ

Sólveig segir að henni hafi verið sagt að hún hafi ekki gert neitt rangt og ekki gerst sek um vanrækslu af neinu tagi, þessi ákvörðun væri hreinlega bara ekki til umræðu.

Sonur hennar var vistaður í Klettabæ þar sem margt er vel gert en annað ekki, að hennar mati.

„Ég fæ mánaðarlega pósta sem innihalda einungis atvik sem komið hafa upp. Ég sem foreldri átti að fá að hitta son minn undir eftirliti, sem ég tók ekki í mál svo hann má koma í heimsókn til mín þegar hann vill“.

Sólveig hefur helgað allt líf sitt því að hugsa um son sinn, hann var tekinn frá henni en hún segir að enginn hugsi um hana og þær afleiðingar sem þetta hefur á hana.

„Ég upplifi mikla sorg en hef ekki fengið svör frá barnavernd síðan í júní 2023. Klettabær vinnur bara fyrir barnavernd og mér er sagt það. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Charlize Theron dásamar einnar nætur gaman með 26 ára fola – „Það var fokking geðveikt“

Charlize Theron dásamar einnar nætur gaman með 26 ára fola – „Það var fokking geðveikt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur