Real Madrid 1 – 1 Atletico Madrid
1-0 Brahim Diaz
1-1 Marcos Llorente
Það fór fram stórleikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er Real Madrid og Atletico Madrid áttust við á Santiago Bernabeu.
Allt stefndi í sigur Real í þessum leik en staðan var 1-0 þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna.
Brahim Diaz kom Real yfir á 20. mínútu en Marcos Llorente jafnaði metin í blálokin fyrir gestina.
Mikilvægt stig í höfn fyrir Atletico sem er nú aðeins tveimur stigum frá Barcelona sem er í þriðja sæti.
Real er enn á toppnum með 58 stig, tíu stigum á undan grönnum sínum í Atletico.