Leroy Sane, leikmaður Bayern Munchen, hefur verið á óskalista stórliða í Evrópu undanfarna mánuði.
Sane er hins vegar búinn að taka ákvörðun og ætlar að halda sig hjá Bayern þrátt fyrir áhuga stórliða annars straðar.
Það er Sport á Spáni sem greinir frá þessu en Barcelona hefur sýnt Sane mestan áhuga undanfarið.
Sane verður samningslaus 2025 en allar líkur eru á að hann framlengi þann samning og spili áfram í Þýskalandi.
Sport segir að Sane sé búinn að taka ákvörðun og er þessi 28 ára gamli leikmaður ekki á förum.