Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KR, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans.
Rúnar Alex Rúnarsson yfirgaf Arsenal endanlega á dögunum og hélt til FC Kaupmannahafnar. Elmar segir að fyrrum félagi sinn úr landsliðinu geti verið stoltur af því að hafa verið á mála hjá enska stórliðinu.
„Í fyrsta lagi áttu að vera stoltur af þessu og í öðru lagi, ef svona stórlið vill fá þig þá segirðu ekki nei þó svo að það sé útlit fyrir að þú verðir á bekknum. Þetta er ekki bara fullt af peningum og fjárhagslegt öryggi út lífið, heldur er þetta líka að tryggja 3-4 félagaskipti í viðbót bara því þú ert með Arsenal á ferilskránni,“ sagði hann.
Helgi tók til máls.
„Hann er ekki vinsælastur hjá stuðningsmönnum Arsenal úti en ég held að menn séu bara að horfa í þennan City leik. Hann heldur þrisvar hreinu í sex leikjum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.