fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Stórsigur Donald Trump í Iowa – Fékk helming kjörmanna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 05:53

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vann stórsigur í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa-ríki í nótt en hefð er fyrir því að þar hefst slagurinn um útnefningu flokksins. Barist var um 40 kjörmenn og þegar yfir 90% atkvæða hafa verið talinn er allt útlit fyrir að Trump fái helming þeirra eða 20 talsins.

Það er í samræmi við skoðanakannanir fyrir kosningarnar en er þó engu að síður mikill sigur fyrir Trump.

Helstu tíðindi kosningana voru þó þau að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, landaði öðru sæti og átta kjörmönnum og bar því sigur af Nikki Haley, ríkisstjóra Suður-Karólínu sem útlit er fyrir að fái sjö kjörmenn.

Haley hafði sótt mjög á fyrir kosningarnar í skoðanakönnunum og var með 20% fylgi samkvæmt þeim á móti 16% fylgi DeSantis. Á móti kemur sýndu sömu kannanir að kjósendur Haley voru ólíklegastir til að mæta á kjörstað á meðan kjósendur DeSantis voru líklegastir til að mæta. Miklar frosthörkur í Iowa gerðu svo eflaust útslagið fyrir Haley.

Annað sætið í forkosningum gæti reynst því mikilvægt útaf  fjölmörgum dómsmálum Trumps sem enn á eftir að útkljá fyrir dómstólum ytra en þau gætu mögulega haft áhrif á kjörgengi hans.

Næst verður kosið í New Hampshire-ríki eftir átta daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum