fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Litlu mátti muna að hús Fannars bæjarstjóra færi undir hraun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er búsettur nærri sprungunni sem opnaðist fyrir ofan Grindavíkurbæ í gærmorgun. Að minnsta kosti þrjú hús í hverfinu fóru undir hraun eða urðu eldi að bráð eftir að hrauntungurnar náðu inn í bæinn.

Fannar var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann fór yfir atburði síðasta sólarhrings. Var hann spurður hvort sprungan sem opnaðist í gær hefði stefnt að húsinu hans.

„Jú, það vill svo til að húsið sem ég bý í það er bara fyrir neðan hrauntauminn og það voru bara nokkrir metrar í girðinguna hjá mér. Ég átti ekki von á öðru þegar ég sofnaði um miðnætti að það yrði bara næst í röðinni. Svo gerist það að hættir að renna hraun þannig að það slapp sem og önnur hús sem voru þarna í hættu,“ sagði Fannar.

„Engu að síður er skelfilegt að þarna hafi þrjár fjölskyldur misst heimili sitt. Og ástandið er auðvitað þannig hjá okkur í Grindavík að innbú okkar nánast allt er eftir í húsunum þó að verðmætustu munir og þeir sem hafa mest tilfinningalegt gildi hafi verið fjarlægt. Að öðru leyti er búslóðin okkar í heilu lagi þarna og það er auðvitað bara forgengilegir munir en engu að síður er þetta mikið tilfinningalegt áfall þegar búslóðin fer í heilu lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands