fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Rýma Grindavík – Allt bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 14. janúar 2024 04:37

Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Grindavíkur eiga að yfirgefa bæinn þegar í stað í ljósi aukinnar jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst klukkan þrjú í nótt. Er fólk beðið um að taka aðeins það nauðsynlegasta með sér og gæta að hálku á veginum.

Jarðskjálftavirkni tók að aukast mjög við Sundhnúksgígaröðina um klukkan þrjú í nótt. Í samtali við RÚV sagði Böðvar Sveinsson, nátturuvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands að aukningin gæti verið merki um gosóróa.

Rétt fyrir klukkan fjögur sendu Almannavarnir út skilaboð um rýmingu á svæðinu og skömmu síðar, eða kl.4.07, reið yfir stærsti skjálfti hrinunnar sem samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum mældist 3,4 á Richter-kvarða.

Í tilkynningu frá Náttúruvávakt segir að hátt í 200 jarðskjálftar hafi verið mældir á svæðinu og virknin sé að færast í átt að Grindavík. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýna einnig breytingar og því er líklegt að kvikuhlaup sé að eiga sér stað. Túlkun á þessum gögnum bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi. Hraungos er líklegasta sviðsmyndin.

Syðstu skjálftar eru aðeins um kílómetra norðan við Grindavík.

Hér má sjá yfirlit yfir skjálftana kl.4.20 í nótt

 

Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“