fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Endurtekningin

Eyjan
Laugardaginn 13. janúar 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 1962 heyrði ég fyrst lagið The House of the Rising Sun, með Erik Burdon og the Animals. Lagið hljómaði í sífellu allt árið og náði gífurlegum vinsældum. Síðan hefur Erik kallinn verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég hef fylgst með ferlinum enda er hann enn að syngja liðlega áttræður. Segja má að Erik hafi lifað á þessu eina lagi allt sitt líf. Hann hefur komið fram á óteljandi tónleikum með fjölmörgum tónlistarmönnum til þess eins að syngja þetta eina lag fyrir aðdáendur sína. Eftir því sem árin hafa liðið er Erik orðinn þreyttari og daprari og greinilegt að hann hefur enga ánægju af tónlistarferlinum lengur. En lagið hljómar áfram enda erfitt fyrir aldurhniginn söngvara að fitja upp á einhverju nýju. Ég hef stundum vorkennt þessum gamla manni þar sem hann hefur verið að syngja um Hús sólarupprásarinnar hásum rómi.

Mér datt þetta í hug á dögunum þegar forsetinn sagði af sér og sagðist vera horfinn til annarra starfa. Allir hafa séð að Guðni var orðinn þreyttur á embættinu og þeim skrítnu kröfum sem gerðar eru til þess. Hann átti alltaf að vera hress og glaður eins og Erik Burdon og syngja það sem áheyrendur vildu hverju sinni. Opinberar heimsóknir á Selfoss, Siglufjörð og Sauðárkrók voru hver annarri líkar. Smám saman varð endurtekningin yfirþyrmandi og hann fann fyrir tilgangsleysi embættisins. Forsetinn er sameiningartákn en vegna sundurlyndis þjóðarinnar kemur fólk sér ekki saman um annað en notalegar ræður á tyllidögum. Smám saman varð hann fangi eigin vinsælda þar sem mestu skiptir að syngja lagið sem allir þekkja og vilja heyra.

Ég óska Guðna til hamingju með þessa ákvörðun. Það væri sorgleg framtíðarsýn að sjá hann festast í endurtekningunni eins og Erik Burdon. Stundum þarf að skipta um lag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennar
23.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns
EyjanFastir pennar
22.03.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að spara sig í hel

Steinunn Ólína skrifar: Að spara sig í hel