fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Páll sendir íslenska ferðabransanum skýr skilaboð – Ætti að hætta þessari minnimáttarkennd

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 08:00

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, segist hafa fyllst barnslegu stolti og gleði um daginn þegar bandaríska stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024.

Páll segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi.

„Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði – og bara allt mögulegt,“ segir Páll en á listanum eru fjölmargir áhugaverðir staðir um allan heim, en Vestmannaeyjar eru eini staðurinn á öllum Norðurlöndum sem komast að á lista bandaríska stórblaðsins.

Það sem Páli þykir ekki síst áhugavert er að New York Times kýs að nota nafnið Vestmannaeyjar í grein sinni en ekki Westman Islands eins og gjarnan tíðkast hjá þeim sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

„Þetta er kannski vísbending um að ferðabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnimáttarkennd að vera stöðugt að klína einhverjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti,“ segir Páll í færslu sinni.

Bendir hann á að fyrir skemmstu hafi menn verið að velta fyrir sér hvað Kerið í Grímsnesi gæti heitið á ensku.

„Það þarf ekki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum – en það heitir Kerið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið
Fréttir
Í gær

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn