fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Sport

Ísrael rekið úr HM í íshokkí – Áttu að spila við Ísland

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 14:08

Hvorki karla né kvennalandslið Ísraels fá að taka þátt í heimsmeistaramótinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðum Ísraels hefur verið meinuð þátttaka í heimsmeistarakeppni í íshokkí. Karlaliðið átti að keppa við íslenska landsliðið í annarri deildinni í apríl.

Alþjóða íshokkísambandi, IIHF, ákvað í dag að meina Ísrael þátttöku í mótinu. Ástæðan er sögð áhyggjur af öryggi allra keppenda á mótinu, þar með talið Ísraelum sjálfum. Ekki sé hægt að tryggja það á þessari stundu eftir að stríðið á Gaza braust út.

Karlaliðið átti að spila í deild númer 2 í Serbíu en kvennaliðið í deild númer 3 í Eistlandi.

Í yfirlýsingu sambandsins segir að ákvörðunin hafi verið vandlega ígrunduð, byggi á áhættumati og hafi verið tekin í samráði við þátttökuríki sem og Serbíu og Eistland.

„Við erum vonsvikin, reið og fyrst og fremst svekkt,“ sagði Chen Kotler, fyrirliði ísraelska kvennalandsliðsins við dagblaðið Israel Hayom.

Íslenska karlalandsliðið er í deild númer 2 eins og Ísrael. Liðin áttu að mætast í lok apríl. Önnur lið í deildinni eru Serbía, Króatía, Ástralía og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn