fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Hvergerðingar langþreyttir á blæstri úr hitavatnsborholu – „Titringur svo glamrar í lögnum“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 15:30

Borholan hefur valdið ama síðan árið 2008.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar við Laufskóga og Klettahlíð í Hveragerði hafa skorað á bæjarstjórn að láta stöðva útblástur úr borholu við Klettahlíð. Mengun sé óásættanleg.

Ellefu íbúar hafa undirritað skjal sem sent var til bæjarstjórnar. Í skjalinu segir að skorað sé á bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að sjá til þess að Veitur hætti alfarið útblæstri borholu sinnar við Klettahlíð.

„Bæjarfulltrúar allra flokka hafa lýst því yfir að starfsemi orkuvers í Ölfusdal með tilheyrandi útblæstri, mengun og hávaða sé óásættanleg í jaðri bæjarins. Því skjóti skökku við að borholublástur sé á sama tíma látinn viðgangast í íbúðarhverfum,“ segir í bréfi íbúanna.

Titringur og glamur í lögnum

Kemur þar einnig fram að borholan hafi reglulega angrað íbúa allt frá jarðskjálftaárinu 2008. Íbúar hafi ítrekað komið skriflegum og munnlegum kvörtunum á framfæri en Veitur hafi látið sem málið komi þeim ekki við.

„Þegar holan blæs fylgir henni alltaf hávaði sem nær inn um allt hús og stundum titringur svo glamrar í lögnum,“ segir í bréfinu. „Það fer svo eftir vindátt hver verður verst úti varðandi gufuna og það sem henni fylgir.“

Bent er á að algengustu vindáttirnar séu sunnan og norðanáttir. Það þýðir að gufan umlykur til skiptis hús við þessar tvær götur, Laufskóga og Klettahlíð.

Flæddi inn á lóðir

Borholan hefur ekki aðeins valdið íbúum mengun og hávaða. Árið 2011 greindi staðarmiðillinn Sunnlenska frá því að vatn hafi spýst yfir hús og flætt inn á lóðir í þessum tveimur götum.

Myndaðist þá 10 sentimetra djúp tjörn á einni lóðinni. Skemmdir hafi orðið á gróðri sem sé tryggingamál.

„Borholan er í halla fyrir ofan Klettahlíðina og rann vatnið þaðan í hálfgerðum læk. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni var unnið að því að hreinsa og víkka út borholuna en háfur sem á að taka við vatninu hafði ekki undan og rann vatn fram hjá drenlögn með fyrrgreindum afleiðingum,“ segir í frétt Sunnlenska.

Vita af óþægindunum

Samkvæmt tilkynningum frá Veitum í gegnum árin er borholan við Klettahlíð aðeins notuð þegar álag er á hitaveitukerfinu eða vegna ákveðinna veðurskilyrða.

Veitur segja að holan sé notuð þegar álag er á kerfinu. Mynd/Veitur

„Notkun þeirrar holu fylgir ónæði og óþægindi fyrir íbúa í nærliggjandi húsum. Ákvörðun um þetta fyrirkomulag er tekin í góðri samvinnu við bæjaryfirvöld í Hveragerði. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningu frá því í október árið 2018 þegar grípa þurfti til þess að nota holuna um stundarsakir.

Með nýrri borholu í Ölfusdal árið 2019 átti að koma hitaveitu Hvergerðinga í viðunandi horf. Það hefur greinilega ekki tekist.

Bæjarráð Hveragerðisbæjar áframsendi bréf íbúanna til Veitna og óskaði svara við athugasemdum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“