fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Raya um sambandið við Ramsdale: ,,Hlustum ekki á það sem þið segið“

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. desember 2023 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Raya, markmaður Arsenal, hefur tjáð sig um samband sitt við Aaron Ramsdale en þeir eru samherjar hjá félaginu.

Ramsdale var aðalmarkvörður Arsenal á síðustu leiktíð og stóð sig með prýði en missti sæti sitt í sumar eftir að Raya var fenginn til Arsenal frá Brighton.

Ramsdale er auðvitað ekki sáttur með að vera á bekknum en Raya fær að spila nánast alla leiki enska stórliðsins.

Raya viðurkennir að Ramsdale hafi staðið sig vel í fyrra en þeir félagar reyna að hundsa alla þá gagnrýni sem heyrist í fjölmiðlum sem og á samskiptamiðlum.

,,Það er stórmál þegar annar markmaður mætir allt í einu til félagsins. Aaron átti stórkostlegt tímabil í fyrra en ég er mættur til að hjálpa liðinu að vinna leiki sem ég fæ að spila,“ sagði Raya.

,,Samband okkar er mjög gott og við reynum að hjálpast að á æfingum, við viljum bæta okkur. Við hlustum ekki á það sem heimurinn er að segja, við einbeitum okkur að liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“