fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Afbrigðileg hegðun manns í húsasundi í hverfi 108

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 07:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt og voru sum hver skrýtnari en önnur.

Þannig var tilkynnt um afbrigðilega hegðun manns í húsasundi í hverfi 108. Að sögn lögreglu hafði maðurinn hægðir í tvígang í umræddu húsasundi en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn á bak og burt. Greinileg ummerki voru þó eftir manninn, að því er fram kemur í skeyti lögreglu.

Þá var tilkynnt um einstakling í verslun í miðborginni sem var að kasta til vörum í búðinni. Hann var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn.

Tveir voru handteknir í miðborginni eftir að tilkynnt var um yfirstandandi innbrot. Lögregla fór á vettvang og handtók mennina sem eru grunaðir um innbrot og þjófnað. Þeir gista fangageymslur.

Eitthvað var um umferðarslys í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, en frekari upplýsingar um meiðsl þeirra liggja ekki fyrir. Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 271 þar sem urðu slys á fólki og eignatjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga