Bayern Munchen er tilbúið að borga 20 milljónir evra fyrir varnarmanninn Raphael Varane samkvæmt spænska miðlinum Sport.
Varane virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford en hann er ekki fyrsti maður á blað undir Erik ten Hag.
Varane gerði garðinn frægan sem varnarmaður Real Madrid og vann ófáa titla með spænska stórveldinu.
Frakkinn byrjaði nokkuð vel í Manchester en á ekki fast byrjunarliðssæti á Old Trafford og ku vera að skoða eigin mál.
Bayern þarf á hafsent að halda í janúarglugganum og er tilbúið að taka við Varane sem er þrítugur að aldri.