Tottenham ætlar að bæta við sig miðverði í félagaskiptaglugganum í janúar. Þetta segir stjóri liðsins, Ange Postecoglou.
Lundúnaliðið, sem situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, hefur glímt við meiðslavandræði í vörninni. Í dag varð ljóst að Cristian Romero verður frá næstu vikurnar og þá hefur Micky van de Ven einnig verið meiddur.
„Örfættur eða réttfættur, skiptir ekki máli. Þetta þarf bara að vera rétti maðurinn,“ sagði Postecoglou á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Brighton annað kvöld.
„Við þurfum bara einn leikmann í viðbót í þessa stöðu sem getur aukið breiddina okkar og gefið okkur fleiri möguleika.“