fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Hugsanlegt að gos hefjist við Grindavík á næstu dögum – „Þetta gæti orðið í fyrstu vikunni í janúar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 07:45

Frá gosinu fyrr í mánuðinum. Mynd:DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, frá því á jóladag, þá hefur landris í Svartsengi náð sömu hæð og mældist dagana 11. og 12. desember. Eins og kunnugt er þá hófst gos þann 18. desember. Þróunin nú er því lík því sem var fyrir það gos.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Benedikt G. Ófeigssyni og Þorvaldi Þórðarsyni, jarðvísindamönnum, að þróun landrissins á síðustu dögum líkist því sem átti sér stað fyrir gosið 18. desember.

Þorvaldur sagði að landrisið geti endað með kvikuhlaupi eins og varð 10. nóvember eða gosi svipuðu því sem varð fyrr í mánuðinum. Aðspurður sagðist hann telja líklegra að til goss komi. „Þetta gæti orðið í fyrstu vikunni í janúar,“ sagði hann.

Hann sagðist gruna að landrisið verði svipað og síðast og nefndi Kröfluelda sem dæmi til samanburðar. Þar hafi reynslan verið að þegar svipaðri hæð og í síðasta atburði var náð, þá gerðist eitthvað.

Hvað varðar stærð hugsanlegs goss sagðist Þorvaldur búast við gosi af svipaðri stærð.

Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, sagði stöðuna mjög svipaða. „Þetta lítur mjög svipað út. Ég held að þetta sé alveg hárrétt. Þetta er bara endurtekning á merkinu síðan fyrir 18. desember,“ sagði hann aðspurður um hvort landrisið síðustu daga líkist þróuninni í aðdraganda gossins 18. desember.

Hann sagði ekki útilokað að nýársgos muni eiga sér stað en erfitt sé að segja til um tímasetninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár