Jón Dagur Þorsteinsson komst á blað fyrir lið Leuven í Belgíu sem spilaði við Eupen í efstu deild.
Um var að ræða Íslendingaslag en Jón Dagur skoraði fyrsta mark leiksins og var valinn bestur með 7,9 í einkunn fyrir sína frammistöðu.
Landsliðsmaðurinn skoraði eftir mínútur en hans menn í Eupen fögnuðu sannfærandi 3-0 sigri.
Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn fyrir Eupen en Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður.
Bæði lið eru í fallbaráttu en Leuven lyftir sér í 14. sætið og er sæti ofar en Eupen eftir 20 leiki.