Það verður svo sannarlega ekki auðvelt fyrir Manchester United að tryggja sér leikmanninn efnilega Joao Neves.
Neves hefur verið sterklega orðaður við enska stórliðið en hann er 19 ára gamall og leikur með Benfica.
Corriere dello Sport fullyrðir að United þurfti að borga 100 milljónir evra fyrir undrabarnið.
Erik ten Hag, stjóri United, hefur beðið stjórn félagsins um að festa kaup á leikmanninum en ljóst er að hann verður ekki ódýr.
Neves er samningsbundinn Benfica til ársins 2028 en um er að ræða miðjumann sem á að baki þrjá landsleiki fyrir Portúgal.