Manchester City er heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Fluminense í úrslitaleik í kvöld. Spilað var í Sádi-Arabíu.
Julian Alvarez kom City yfir strax á 1. mínútu leiksins. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan orðin 2-0 þegar Nino skoraði sjálfsmark.
Staðan í hálfleik var 2-0.
Phil Foden kom City í 3-0 á 72. mínútu leiksins og Alvarez innsiglaði 4-0 sigur með öðru marki sínu á 88. mínútu.
City er því heimsmeistari félagsliða í fyrsta sinn.