fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Fagnar því að hulunni verði svipt af meintum vitorðsmönnum Epstein – „Það verða mjög margir stressaðir yfir jólin“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 17:00

Virginia Guiffre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virginia Giuffre, eitt af fórnarlömbum kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein, er afar sátt við þann úrskurð dómara í New York í Bandaríkjunum að svipta skuli hulunni af 170 einstaklingum,  sem voru samstarfsmenn og grunaðir vitorðsmenn, níðingsins alræmda. Hingað til hafa einstaklingarnir, sem margir hverjir eru heimsfrægir, verið undir nafnleynd í þeim dómsmálum sem tengjast afbrotum Epstein.

„Það verða mjög margir stressaðir yfir jólin og áramótin,“ segir Guiffre í færslu á X-síðu sinni og þakkar dómara málsins, Loretta Preska, kærlega fyrir.

Þeir sem verða sviptir nafnleyndinni hafa tvær vikur til þess að áfrýja úrskurðinum en annars verður listinn opinberaður snemma á nýju ári. Í úrskurði Preska kemur fram að mörg nafnanna á listanum hafi þegar komið fram. Þar á meðal má nefna nöfn Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, Bill Gates, stofnanda Microsoft og Andrew Prins.

Jeffrey Epstein

Virginia kærði Andrew prins fyrir að hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar hún var 17 ára gömul en hún var þá að eigin sögn einskonar kynlífsþræll Epstein og kærustu hans Ghislaine Maxwell. Kæran var lögð fram í ágúst 2021 en sex mánuðum síðar náðist samkomulag utan dómstóla og var málið fellt niður í kjölfarið. Er talið að prinsinn hafi greitt 12 milljónir bandaríkjadollara, um 1,6 milljarð íslenskra króna, til þess að forðast að málið yrði dómtekið.

Eins og frægt varð svipti Epstein sig lífi í ágúst 2019 og Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi árið 2021 fyrir að hjálpa Epstein við að fremja myrkraverk sín gagnvart ungum stúlkum.

 

Fræg mynd af Andrew prins, Virginia Guiffre og Ghislaine Maxwell
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku