fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Segir ráðninguna á Svanhildi ekki vera faglega – Frændhygli, klíkuráðningar og vinavæðing

Eyjan
Miðvikudaginn 20. desember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra að leggja til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð sendiherra Íslands í Bandaríkjunum hefur vakið talsverða athygli.

Svanhildur var áður aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar og þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Illugi Jökulsson, sagnfræðingur, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, gerir málið að umtalsefni í pistli á vef Heimildarinnar þar sem hann bendir á að íslenska utanríkisþjónustan hafi í áratugi verið leiksoppur og verkfæri valdakjarnans í landinu.

Þetta hafi þó breyst í tíð Össurar Skarphéðinssonar árin 2009 til 2013 þegar hann tók upp á því að skipa eingöngu fólk sem hafði sannarlega unnið fyrir því innan utanríkisþjónustunnar og kunni sitt fag.

Illugi segir að þetta fordæmi hafi mælst svo vel fyrir að þótt Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti utanríkisráðuneytið hafi flokkurinn ekki treyst sér til að snúa aftur til gamla tímans, að undanskildu þegar Geir Haarde var gerður að sendiherra í Washington.

Illugi gagnrýnir það að eitt fyrsta verk Bjarna Benediktssonar í stóli utanríkisráðherra sé að skipa vinkonu sína og fyrrverandi aðstoðarmann sendiherra í Washington. Veltir hann því upp að tímasetning þessarar tilkynningar sé engin tilviljun enda kom hún daginn sem fréttir af eldgosi á Reykjanesi tröllriðu umræðunni.

Illugi ítrekar að sumir þeirra sendiherra sem skipaðir hafa verið pólitískt hafi gefist ágætlega og hann kveðst ekki efast um að Svanhildur Hólm geti vel valdið starfinu.

„Þetta er samt ekki fagleg ráðning, heldur framhald þeirrar frændhygli, klíkuráðninga og vinavæðingar sem alltaf, allsstaðar og undir öllum kringum kringumstæðum fylgir Sjálfstæðisflokknum — nú síðustu sjö árin í boði VG. Takk, Katrín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot