fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

KFUM og KFUK biðjast afsökunar í heilsíðuauglýsingu – „Við hörmum að félagið hafi ekki verið vakandi fyrir þessari hegðun“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. desember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar í heilsíðuauglýsingu sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Ástæðan er kynferðisleg áreitni eða ofbeldi sem séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM, beitti drengi á sínum tíma en Friðrik lést árið 1961.

Ævisaga séra Friðriks, sem var einhver dáðasti Íslendingur 20. aldarinnar, varpaði ljósi á skuggahliðar í lífi hans og einkum samband hans við unga drengi og hrifningu hans á þeim. Guðmundur Magnússon skrifaði bókina sem kom út í haust.

Sjá einnig: Skuggahliðar eins dáðasta Íslendings síðustu aldar – „Ég held að allir hafi í rauninni vitað þetta mjög lengi“

Í auglýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu stendur meðal annars:

„Í lok október sl. bauð KFUM og KFUK þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt, t.d. frá nánum ættingja) að koma fram með þá reynslu sína. Opnaður var formlegur farvegur með milligöngu tveggja reyndra fagmanna á þessu sviði.

Í gegnum þennan farveg hafa nú komið fram vitnisburðir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, hafi í skjóli virðingarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega. KFUM og KFUK biður hér með þolendur einlæglega afsökunar.“

Þá kemur fram að stjórn KFUM og KFUK harmi að félagið hafi ekki verið vakandi fyrir þessari hegðun stofnandans á sínum tíma.

„Stjórn KFUM og KFUK þakkar þeim fjölmörgu sem hafa látið sig málið varða og hafa með margvíslegum hætti lagt lið í þessu uppgjöri við fortíðina. Við í KFUM og KFUK umberum ekki kynferðislegt áreiti eða ofbeldi af nokkru tagi. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi okkar. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau þurfa m.a. að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld