fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Hver sér um hússjóðinn? – Þetta er heimsins stærsta fjölbýlishús

Pressan
Miðvikudaginn 20. desember 2023 04:24

Karl-Marx-Hof. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þurfti 24 milljónir múrsteina til að byggja fjölbýlishúsið Karl-Marx-Hof sem er í Döbling, sem er úthverfi Vínarborgar í Austurríki. Fjölbýlishúsið er heilir 1.050 metrar á lengd og er lengsta fjölbýlishús í heimi.

Smíði hússins lauk 1930. Fjórar léttlestarstöðvar eru við bygginguna þannig að íbúarnir þurfa ekki að ganga mjög langt til að geta nýtt sér almenningssamgöngur.

Þegar Wiener Zeitung skýrði frá vígslu hússins á sínum tíma kom fram að í húsinu væru tvö þvottahús, tvö baðhús, tannlæknastofa, vöggustofa, bókasafn, félagsmiðstöð fyrir ungmenni, pósthús, lyfjaverslun og 25 aðrar verslanir.

Það voru borgaryfirvöld sem stóðu fyrir byggingu hússins og gat fólkið fengið íbúð leigða fyrir frekar lága upphæð miðað við annað húsnæði á leigumarkaði.

Karl-Marx-Hof. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk 1918 var Austurrísk-Ungverska ríkið leyst upp og hafði það mikið atvinnuleysi, fátækt og hungursneyð í för með sér. Víða bjuggu alltof margir í litlum íbúðum og þær voru heilsuspillandi og þar skorti upp á lýsingu og ferskt loft. Í lítilli íbúð, sem var ekki ætluð fyrir nema sex manns í mesta lagi, bjuggu allt að 40 manns.

Engin salerni voru á heimilum fólks og við matseld var gruggugt vatn, sem var sótt í brunna, notað. Þetta gerði að verkum að margskonar sjúkdómar grasseruðu og margir létust ótímabærum dauða.

Þessar ömurlegu aðstæður urðu til þess að upp spratt sterk verkalýðshreyfing sem krafðist breytinga. Stjórnmálamenn byrjuðu af þeim sökum að vinna markvisst að því að bæta lífsskilyrði verkafólks, meðal annars með því að byggja íbúðir. Karl-Marx-Hof átti að vera fyrirmynd í þessum efnum.

Þar áttu um 5.000 manns að búa í 1.282 íbúðum, sem voru 30 til 60 fermetrar. Íbúðirnar voru fátæklega innréttaðar en íbúarnir höfðu aðgang að margvíslegri aðstöðu í sameigninni, til dæmis þvottahúsum, baðhúsum, leikskólum, bókasafni og læknastofu. Húsið stendur á um fimmtungi lóðarinnar og því var hægt að útbúa stór græn svæði við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega