fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Setti minnislykil með upptöku af nauðgun í póstkassa brotaþola

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2023 11:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. janúar næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í sérstæðu kynferðisbrotamáli vegna brota frá árinu 2017. Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa tvisvar nauðgað sömu konunni það ár og hafa í bæði skiptin notfært sér að konan var sofandi eða meðvitundarlítil og gat ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis og svefndrunga. Í síðara tilvikinu er tekið fram að atvikið hafi átt sér stað í rúmi konunnar.

Maðurinn er síðan í þriðja lagi sakaður um að hafa útbúið myndskeið af nauðgununum, sett myndefnið á minnislykil og sett minnislykilinn í póstkassa konunnar. Þetta framferði varðar 199. gr. a almennra hegningarlaga, en þar segir:

„Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar er gerð miskabótakrafa upp á þrjár milljónir króna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“