fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Exmon Software selt til Danmerkur

Eyjan
Fimmtudaginn 14. desember 2023 14:00

Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Exmon Software, og Kristinn Már Magnússon, tæknistjóri fyrirtækisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska hugbúnaðarfyrirtækið TimeXtender hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Exmon Software. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Exmon Software var stofnað sem dótturfélag ráðgjafarfyrirtækisins Expectus árið en hefur verið rekið í aðskildu eignarhaldi undanfarin tvö ár. Hjá félaginu starfa 14 sérfræðingar í hugbúnaðarþróun og -sölu. Aðalsöluvara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausnin Exmon sem er leiðandi lausn í gagnagæðum og gagnaumsjón. Viðskiptavinir nýta Exmon til að finna villur og frávik í tölvukerfum og daglegum ferlum, sem getur meðal annars komið í veg fyrir tekjutap eða brotalamir í ferlum sem annars gætu farið fram hjá stjórnendum. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 235 milljónir króna

Viðskiptavinum Exmon fer hratt fjölgandi víðs vegar um Evrópu, enda hefur fyrirtækið náð að byggja upp öflugt net samstarfsaðila sem selja og innleiða lausnina hjá fyrirtækjum í flestum atvinnugreinum.

„Síðastliðin ár hafa farið í að koma Exmon á framfæri erlendis og við sjáum mikinn áhuga og árangur þar. Við höfum unnið náið með TimeXtender undanfarið og eru samlegðaráhrifin fyrir bæði vörurnar okkar og viðskiptavini miklar og því ákváðum við að fara í þessa vegferð saman. Við sjáum mikil tækifæri í því að kynna Exmon-vörurnar fyrir viðskiptavinahópi TimeXtender og stækka þar með markaðinn fyrir Exmon. Gert er ráð fyrir að Exmon verði áfram með starfsemi  á Íslandi.

Við hlökkum mikið til samstarfsins. Menning fyrirtækjanna byggir á líkum grunni og innan þeirra er mikil þekking á stjórnun og notkun gagna sem er hratt vaxandi viðfangsefni í nútímarekstri. Við eigum eftir að gera góða hluti saman sem nýtast viðskiptavinum bæði hér heima og erlendis,“ segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Exmon Software.

„Sameining félaganna mun gera okkur mögulegt að styrkja Exmon-hugbúnaðinn enn frekar, auka samþættingu við núverandi lausnir TimeXtender og hraða vöruþróun. Við erum að sjá mikla framþróun í gagnalausnum á heimsvísu með tilkomu nýrra skýja- og gervigreindarlausna sem gera kröfu um meiri gæði og hraðari úrvinnslu á gögnum.

Ég er sannfærður um að með sameiningu við TimeXtender náum við sameiginlega að búa til mjög öflugt og spennandi lausnaframboð fyrir okkar viðskiptavini,“ segir  Kristinn Már Magnússon, tæknistjóri Exmon Software.

„Með sameiningu við Exmon erum við að taka stórt skref í að auka virði okkar lausnaframboðs. Lausnin okkar innifelur nú bætt stjórnkerfi gagna sem einfaldar verulega alla umsýslu gagna fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Heine Krog Iversen, forstjóri TimeXtender.

TimeXtender er danskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar sjálfvirknivæðingarlausnir sem einfalda og flýta ferlum í uppbyggingu á vöruhúsi gagna. Hugbúnaðinn nota yfir 3.000 viðskiptavinir víðs vegar um heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði