fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Brotinn hárgreiðslustóll fer fyrir Hæstarétt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. desember 2023 10:30

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi tók Hæstiréttur þá ákvörðun að taka fyrir mál sem kona höfðaði gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Upphaf málsins má rekja til þess að konan settist í hárgreiðslustól á hárgreiðslustofu en ekki vildi betur til en svo að stóllinn brotnaði með þeim afleiðingum að konan féll í gólfið.

Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar snýst ágreiningur milli málsaðila um hvort atvikið megi rekja til saknæmrar háttsemi  hárgreiðslustofunnar þannig að konan eigi rétt á bótum frá tryggingafélaginu eða hvort um óhappatilvik hafi verið að ræða.

Í ákvörðuninni segir um dóma í héraðsdómi og Landsrétti að með héraðsdómi hafi bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar hjá Sjóvá-Almennum verið viðurkennd en með dómi Landsréttar hafi tryggingafélagið hins vegar verið sýknað af kröfum konunnar.

Landsréttur hafi lagt til grundvallar sínum dómi að slysið mætti rekja til þess að málmfesting á armi undir hársgreiðslustólnum hefði brotnað en ekki lægi fyrir hvers vegna. Landsréttur hafi ekki fallist á að hárgreiðslustofan hefði vanrækt eftirlit eða viðhald stólsins með saknæmum hætti. Landsréttur hafi  komist að þeirri niðurstöðu að miða yrði við að Sjóvá-Almennar hefði ekki kynnt hárgreiðslustofunni kröfu konunnar án ástæðulauss dráttar, og hafi það verið í samræmi við lög um vátryggingarsamninga. Þegar það hafi hins vegar verið gert, rúmum fjórum mánuðum síðar, hefði viðgerð á stólnum farið fram.

Ekki sammála því að málið sé upplýst

Landsréttur hafi sagt í sínum dómi að ekki væri ágreiningur um aðdraganda slyssins og væru atvik nægilega upplýst til að hægt væri að fullyrða að slysið yrði ekki rakið til saknæmrar háttsemi hárgreiðslustofunnar. Þess vegna hefði það ekki þýðingu þótt ekki hefði verið rannsakað sérstaklega hvers vegna málmfestingin brotnaði. Hafi Landsréttur ekki fallist á að líkamstjón konunnar yrði rakið til atvika sem hárgeiðslustofan bæri sakarábyrgð á heldur til óhappatilviks.

Konan óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Í ákvörðuninni segir að lögmaður hennar hafi sagt dóm Landsréttar rangan. Það sé ekki rétt að atvik séu nægilega upplýst til að slá megi því föstu að slysið verði ekki rakið til saknæmrar háttsemi hárgreiðslustofunnar. Með niðurstöðu Landsréttar sé konan látin bera alfarið tjónið af því að ekkert liggi fyrir um hvers vegna málmfestingin á hárgreiðslustólnum brotnaði. Skortur á sönnunum um það verði að halla á Sjóvá-Almennar en ekki konuna sem gert hafi allt sem í hennar valdi stóð til að upplýsa um orsakir þess að stóllinn brotnaði undan henni.

Einnig vísaði lögmaður konunnar til þess að málið hafi verulegt almennt gildi þar sem aldrei hafi áður reynt á hvaða áhrif það hafi á sönnunarstöðu aðila þegar tryggingafélag fylgi ekki fyrirmælum laga um vátryggingarsamninga með þeim afleiðingum að sönnunargögn fari forgörðum.

Hæstiréttur tók undir með lögmanni konunnar. Hann telur málið geta haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu á skyldum vátryggingarfélags samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga. Þar af leiðandi mun rétturinn taka málið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Í gær

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug