fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Morð eða sjálfsvörn? – Réttarhöld í Ólafsfjarðarmálinu í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. desember 2023 10:00

Mynd sjónarvottar sýnir lögreglu og sjúkralið koma inn í Ólafsfjörð nóttina örlagaríku sem Tómas Waagfjörð lét lífið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð hófst í morgun við Héraðsdóm Norðurlands eystra í Ólafjarðarmálinu, en þar er Steinþór Einarsson ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í íbúð á Ólafsvegi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudagsins 3. október 2022.

Tómas Waagfjörð lést af stungusárum en hann hafði sjálfur meðferðis hníf er hann kom í íbúðina þar sem Steinþór og eiginkona Tómasar voru fyrir. Steinþór ber við sjálfsvörn.

Meðal þeirra sem bera vitni í dag er ungur maður sem kom á vettvang um 20 mínútum á undan lögreglu og sjúkraliði. Íbúðin var þá öll einn blóðvöllur og aðkoma mjög óhugnanleg. Aðalvitnið í málinu, ekkja Tómasar Waagfjörð, er hins vegar látin. Óvíst er hvaða áhrif það hefur á málið.  Fastlega má búast við vitnisburði frá lögreglumönnum en ljóst er að einnig verður stuðst við tæknileg gögn er t.d. varða áverka á báðum mönnunum eftir atburðinn.

Sjá einnig: Ný gögn í Ólafsfjarðarmálinu lýsa hryllilegum átökum – Fékk stungu í andlitið svo endajaxl klofnað

Í ákæru segir að Steinþór hafi banað Tómasi með því að stinga hann tvisvar í vinstri síðu með hnífi. Í greinargerð Snorra Sturlusonar, lögmanns Steinþórs, er því hafnað að Steinþór hafi stungið Tómas með hnífnum og því haldið fram að Tómas hafi orðið fyrir stungunum er Steinþór var að verjast atlögu hans. Ljóst er að Steinþór mun halda sjálfsvörn til streitu sem vörn í málinu.

Sjá einnig: Steinþór ákærður fyrir manndráp – Tómas lést vegna blóðtaps eftir tvær hnífstungur

Héraðssaksóknari krefst þess að Steinþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerðar eru kröfur um miskabætur og skaðabætur (vegna missis framfærslu) fyrir hönd tveggja barna Tómasar, annað er fætt árið 2018 og hitt 2015. Miskabótakröfur fyrir hvort barn nema 6 milljónum króna og skaðabótakröfur 6,5 milljónum fyrir yngra barnið og um 4,5 milljónir króna fyrir eldra barnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík