fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Jón Pétur: „Viðbrögðin eru, bara vægast sagt, stórfurðuleg finnst mér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 08:00

-

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að viðbrögð þeirra sem hafa tjáð sig um niðurstöður PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í gær hafi komið sér á óvart.

Eins og greint var frá í gær eru niðurstöðurnar reiðarslag fyrir Ísland en íslenskir nemendur eru eftirbátar jafnaldra sinna þegar kemur að hæfni í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindum.

Af ríkjum OECD er Ísland nálægt botninum og er bent á það í umfjöllun Morgunblaðsins að af 37 löndum fá aðeins fimm lægri einkunn en Ísland. Þetta eru Grikkland, Chile, Mexíkó, Kosta Ríka og Kólumbía.

Jón Pétur er ómyrkur í máli í samtali við Morgunblaðið í dag.

 „Viðbrögðin eru, bara vægast sagt, stórfurðuleg finnst mér, hjá þeim sem hafa tjáð sig núna um niðurstöðurnar. Það eina sem stjórnvöld og yfirvöld, hvort sem það eru kennarasamtök, sveitarfélög eða ríki, geta gert – við getum ekki breytt foreldrum. Við höfum ekki til þess tæki. En við getum skoðað hvað við erum að gera í skólunum og hvað hefur verið að breytast síðustu árin, og reynt að horfa gagnrýnum augum á það.“

Jón Pétur nefnir að fólk tali um kerfisbreytingar og að heimilin þurfi að gera eitthvað.

„Við sem skólasamfélag verðum að horfast í augu við hvað við höfum verið að gera. Við verðum að axla ábyrgð á því. Skólakerfið kostar næstum 200 milljarða og hvað fáum við út úr því? Við fáum út úr því að rúmlega 50% drengja geti lesið sér til gagns. Þetta er bara ekki boðlegt,“ segir hann og vill meina að það þýði ekki að skólakerfið bendi á einhverja aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“