fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá barnsföður Eddu Bjarkar – „Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 12:55

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur, hefur sent á fjölmiðla yfirlýsingu í nafni barnsföður Eddu sem býr í Noregi. Edda Björk var handtekin í gærkvöld en í yfirlýsingunni kemur fram að þá voru synirnir þrír ekki með henni.

„Faðir hefur ekki viljað fara með deilur foreldranna í blöðin til að halda hlíðarskildi yfir börnunum. Hins vegar hefur móðir ítrekað farið með málið í fjölmiðla og sett fram einhliða frásögn. Dómstólar bæði í Noregi og á Íslandi og það á tveimur dómstigum í báðum löndum hafa ávallt úrskurðað föður í dag eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega,“ segir í yfirlýsingunni.

Einnig er bent á að lögregla í Noregi hafi óskað eftir því að Edda Björk verði framseld til Noregs og sé það ekki að ástæðulausu.

„Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni. Segir að fólk sem sé með synina þrjá í sinni umsjón sé að brjóta íslensk hegningarlög. Einnig segir að það sé mjög alvarlegt að villa um fyrir yfirvöldum með því að birta á samfélagsmiðlum myllumerkið „Drengirnir eru hjá mér“ eins og stuðningsfólk Eddu Bjarkar hefur gert.

Í lok tilkynningarinnar er biðlað til þeirra sem kunna að hafa vitneskju um dvalarstað drengjanna að hafa samband við lögreglu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún hjólar í meirihlutann í borginni og segir að Áslaug Arna yrði frábær borgarstjóri

Guðrún hjólar í meirihlutann í borginni og segir að Áslaug Arna yrði frábær borgarstjóri
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum