fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Pressan

Ríkasta 1% losar jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar jarðarbúa

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 07:30

Einkaþotur auðkýfinga menga mikið sem og aðrar einkaþotur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir ofurríku hafa verið sakaðir um að „ræna plánetuna“ á meðan hinir fátæku gjaldi fyrir það. Ný skýrsla frá Oxfam-samtökunum varpar ljósi á þann mikla mun sem er á losun koltvíoxíðs ríka fólksins og annarra jarðarbúa.

Sky News segir að í skýrslunni komi fram að ríkasta 1% jarðarbúa losi jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar mannkyns.

Koltvíoxíðlosun ríkasta 1% var 16% af heildarlosun heimsins árið 2019 en það er jafnmikið og losun fátækustu fimm milljarða jarðarbúa.

Chiara Liguori, aðalloftslagsráðgjafi Oxfam, sagði að hinir ofurríku séu að „ræna plánetuna“ og hinir fátæku gjaldi fyrir það.

Hún sagði að þessi mikli munur á hversu mikið koltvíoxíð þessir tveir hópar losa sýni hvernig loftslagsvandinn og fátæktarvandinn tengjast og að tryggja verði að síhækkandi kostnaður af völdum loftslagsbreytinganna falli á þá sem bera mesta ábyrgð á þeim og geti greitt þennan kostnað.

Skýrsla Oxfam byggir á rannsókn sænsku umhverfismálastofnunarinnar þar sem lagt var mat á ætlaða losun mismunandi tekjuhópa á koltvíoxíði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Í gær

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti
Pressan
Fyrir 2 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum