fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Flugstöðin setti upp bænarými – „Þið platið ekki nokkurn mann!“

Pressan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 04:28

Svona lítur bænaskýlið út. Mynd: Bristolflugvöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn kynntu stoltir stjórnendur flugvallarins í Bristol á Englandi nýtt bænarými til sögunnar. En óhætt er að segja að móttökurnar hafi ekki verið jákvæðar.

Á samfélagsmiðilinn X skrifaði flugstöðin að nú sé boðið upp á rými þar sem fólk geti íhugað og beðið á meðan það bíður eftir vinum eða ættingjum.

En óhætt er að segja að viðbrögðin hafi ekki verið eins og vænst var. Margir hafa tjáð sig um færsluna og sagt að bænarýmið líkist nú frekar biðskýli strætó eða reykingaskúr. The Independent skýrir frá þessu.

„Þið settuð bara límmiða á reykingasvæðið. Þið platið ekki nokkurn mann!“ skrifaði einn.

Talsmaður Hasrat Bilal moskunnar í Bristol hrósar flugvellinum fyrir „gott markmið“ en gagnrýnir hana fyrir að bjóða upp á rými „sem er víðsfjarri því að uppfylla þá staðla sem boðið er upp á á öðrum breskum flugvöllum“.

Talsmaður flugvallarins sagði að bænarýmið, sem er einn og hálfan kílómetra frá flugvellinum, hafi verið opnað vegna þess að sífellt fleiri viðskiptavinir hafi spurst fyrir um slíkt rými.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa