fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Páll segir hugsanlegt að nýr kvikugangur sé að myndast á Reykjanesi – „Rétt að hafa allan varann á“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 07:00

Frá Svartsengi. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega er nýr kvikugangur að myndast á Reykjanesi að sögn Páls Einarssonar, prófessors emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Byggir hann þetta á því landrisi sem nú á sér stað í Svartsengi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Páli að staðan sé flókin en hugsanlega verði á næstu dögum hægt að leggja mat á hvort kvikan í ganginum undir Grindavík hafi storknað. Gangurinn sé ekki mjög þykkur og þunnir gangar storkni fljótt. „Það sem eykur hins vegar á tvíræðnina er að aftur er bullandi landris í Svartsengi. Þar gæti nýr gangur hreinlega verið í bígerð. Málið er því býsna flókið og margar hliðar á því. Fyrir vikið þarf að halda öllum möguleikum á lofti til að ekkert geti komið mönnum á óvart,“ er haft eftir Páli.

Í dag eru tvær vikur síðan náttúruhamfarirnar riðu yfir Grindavík. Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni síðan og telja vísindamenn nú litlar líkur á að gossprunga opnist óvænt í Grindavík. Hvað varðar þessa minni skjálftavirkni nefndi Páll tvo möguleika sem geti valdið þeirri þróun: „Annað er að það hafi komið leki að kerfinu, ef þannig má að orði komast. Kerfið þoli ekki þrýstinginn og gos sé að nálgast. Hitt er að kvikugangurinn hafi storknað. Erfitt er að segja til um hvort veldur þessu enda eru einungis 13 dagar frá því að þetta hófst. Til að byrja með gerðust hlutirnir mjög hratt en eftir það hefur hægt á þessu. Smám saman hefur dregið úr þessu og eins og málið stendur núna virðist sem storknunin sé ríkjandi. Það getur hins vegar breyst snögglega og rétt að hafa allan varann á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings