fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hareide sáttur með dráttinn – „Hefði verið enn erfiðara“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 15:22

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var glaður með að dragast gegn Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM 2024.

Umspilið fer fram í mars og eru leiknir stakir undanúrslita- og úrslitaleikir. Ísland mætir Ísrael á hlutlaustum velli í ljósi ástandsins þar. Hefði íslenska liðið dregist í A-umspil hefði að mætt Wales.

„Ég held að Wales í Cardiff hefði verið enn erfiðara. Við spilum við Ísrael á hlutlausum velli. Af þeim liðum sem við hefðum getað dregist gegn var þetta það skársta en þau eru öll erfið og við þurfum að vera upp á okkar besta til að fara áfram,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.

„Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er eins og bikarkeppni og það eina sem þetta snýst um er að vinna undanúrslitin.“

Hareide og hans teymi mun undirbúa leikinn afar vel og hafa nokkra mánuði til þess.

„Við vorum með mann á leik Ísrael gegn Rúmeníu og fáum skýrslu frá honum. Við munum horfa á alla þeirra leiki undanfarið. Við vitum að þeir eru með sterka menn svo það er mikilvægt að við undirbúum okkar taktík vel fyrir þann leik.“

Úkraína og Bosnía mætast í hinum undanúrslitaleiknum á þessari leið. Hareide telur að fyrrnefnda liðið vinni þar og að sá leikur yrði mjög erfiður ef Ísland kemst þangað.

„Ég held við spilum gegn Úkraínu ef við vinnum. Ég sá þá á móti Ítalíu og þeir voru mjög góðir,“ sagði Normaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“