fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Rússar hafa hafið sókn en Úkraínumenn komu þeim að óvörum á nýjum vígstöðvum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 06:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar sækja fram á einhverjum vígstöðvum og Úkraínumenn á öðrum. En Úkraínumenn virðast hafa komið Rússum algjörlega á óvart með sókn sinni á nýjum vígstöðvum.

Þeim hefur nú tekist að flytja fjölda hermanna og hergagna yfir Dnipro ána og hafa tekið sér stöðu í rússneska hernumda hluta Kherson.

Á myndböndum, sem úkraínski herinn hefur birt, sjást hermenn sigla yfir ána í skjóli myrkurs og taka land á hernumdum svæðum.

Á sama tíma hafa Rússar hafi vetrarsókn í austurhluta landsins. Á síðustu vikum hefur þeim tekist að sækja fram metra fyrir metra nærri Avdiivka í Donetsk. Þar missa þeir daglega mörg hundruð hermenn og brynvarin ökutæki í tugatali. En hægt og rólega færast þeir nær því að ná að umkringja Avdiivka.

Að mati sérfræðinga þá er staðan í stríðinu núna sú að hvorugur stríðsaðilinn hefur bolmagn til að sigra. Nú snýst þetta að þeirra mati um hvor heldur lengur út. Þá gerir það þeim einnig erfitt fyrir að erfitt er að safna miklu herliði saman án þess að hinn aðilinn uppgötvi það. Drónar og gervihnettir eru óspart notaðir til að fylgjast með öllum hreyfingum óvinarins og hreyfing sést er stórskotaliði óspart beitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“