fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Pakkajól í Smáralind

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 14:07

Starfsfólk markaðsdeilda Smáralindar og Póstsins við jólatréð í Smáralind í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa Pakkajól verið hluti af jólagleðinni í Smáralind. Um helgina hefst söfnun jólagjafa fyrir börn sem búa við bág lífskjör á Íslandi. Mörgum er það bæði ljúft og skylt að stinga einum pakka eða fleirum undir tréð og líta jafnvel á það sem eina af jólahefðunum. Það er fátt eins nærandi og að láta gott af sér leiða, til dæmis með því að gefa eina jólagjöf í viðbót sem gleður jafnvel meira en allar aðrar. Pósturinn tekur þátt í að dreifa jólagleðinni eins og ævinlega, eins og segir í fréttatilkynningu.Hlutverk Póstsins er að gera öllum landsmönnum kleift að leggja söfnuninni lið. Þau sem búa á landsbyggðinni en vilja setja pakka undir jólatréð í Smáralind geta póstlagt pakkann á hvaða pósthúsi sem er, sér að kostnaðarlausu. Það er nóg að nefna að pakkinn sé fyrir Pakkajólin. Við hvetjum alla til að koma með pakkann sem fyrst því úthlutun góðgerðarfélaganna hefst um miðjan desember.Á vef Smáralindar kemur fram að gjafirnar sem safnast undir jólatréð í Smáralind fari til barna og unglinga á Íslandi sem búa við bág kjör. Þar segir enn fremur að þörf sé á gjöfum fyrir aldurinn 0-18 ára og að Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd sjái um að koma gjöfunum í réttar hendur. Gjöfin þarf að vera innpökkuð og merkt með upplýsingum um hvaða kyni og aldri hún er ætluð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump