fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Lýsir hræðilegu ástandi í Bríetartúni: Stanslausar lögregluheimsóknir, skemmdarverk og ólæti – Brotist inn hjá 76 ára konu sem lá á sjúkrabeði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 14:30

Ástandið í Bríetartúni er óboðlegt að mati sonar 76 ára konu sem þar býr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur 76 ára gamallar konu sem býr í íbúð Félagsbústaða við Bríetartún segir að ástandið í fjölbýlishúsinu sé óboðlegt og hafi verið það mánuðum saman. Lögreglan sé tíður gestur í húsinu vegna óláta og að móðir hans upplifi sig afar óörugga þar. Sonurinn, sem vill ekki að nafn síns sé getið, segir að móðir hans hafi búið í húsinu í áratug en að ástandið hafi farið hratt versnandi undanfarin misseri.

Bendir hann á að á dögunum slasaðist móðir hans og þurfti að leggjast inn á spítala vegna áverka sinna. Þá var brotist inn í íbúð hennar og hluti búslóðarinnar borið út úr blokkinni, þó grunur leiki líka á að búslóðin hafi mögulega verið hreinlega borin milli hæða í húsinu.

„Hún mun ekki verða færð aftur í þessar skelfilegu vistarverur, Félagsbústaðir hafa lofað því og segjast vera að vinna í að finna henni ákjósanleg og friðsælli híbýli,“ segir sonurinn.

Sefur með tvær öryggiskeðjur fyrir hurðinni

Í ágúst síðastliðnum birti sonurinn Facebook-færslu um ástandið þar sem hann tíundaði uppákomur síðustu mánaða í húsinu.

„Hérna býr kona sem mér þykir vænt um. Hún er 76 ára og ætti að geta hengt þvottinn upp í sameign án þess að honum sé stolið. Hún ætti að geta geymt eigur sínar öruggar í geymslunni sinni án þess að þeim sé stolið
Hún er leigutaki hjá Félagsbústöðum og borgar tæpar 100.000 krónur á mánuði fyrir heimili sitt, tveggja herbergja 54 fermetra íbúð í 105 Reykjavík. Síðustu vikur hefur lögreglan verið nánast daglegur gestur í þessu glæsilega átta íbúða fjölbýli vegna óláta. Fyrr í sumar var skorið á ljósleiðara tengið hennar í kjallaranum. Þar áður var rafmagns inntakið í húsinu eyðilagt og kalla þurfti eftir aðstoð. Í dag var búið að skera á snúruna hjá öryggismyndavélinni við dyrabjöllurnar. Í vor var búið að stilla upp slökkvitæki fyrir framan hurðina þegar ég kom í heimsókn. Skömmu síðar var búið að koma fyrir umferðarmerki upp við hurðina þegar ég kom aftur í heimsókn,“ segir í færslunni.

Sonurinn bendir á að móðir hans sé einbúi, hæglát og ekki með neitt tilstand eða vandræði. „Ávallt vel séð, brosmild og býr að jafnaðargeði og rósemi. Hún vill ekki vera með óþarfa vesen og hefur aðeins haft samband við leigusala sinn í ítrustu neyð, til dæmis þegar rafmagnið fór,“ segir sonurinn. Aðstæðurnar í húsinu eru þó þannig að undanfarið hefur hún þurft að sofa með tvær öryggiskeðjur læstar fyrir hurðinni og slökkt á dyrasímanum vegna óláta.

Ömurlegar aðstæður og hættulegar

„Sjálfur hef ég hringt í Félagsbústaði nokkrum sinnum og lýst yfir áhyggjum og furðað mig á hvaða fólki er verið að etja saman í sambúð. Svarið er þá að það sé ekki þeirra að svara þeim spurningum, þar sem sérfróðir félagsráðgjafar sjái um það flókna púsluspil. Eftir að hafa rætt við félagsráðgjafa, þá kom í ljós að reglur á leigumarkaði eru flókið spil. Ekkert vandamál að koma fólki í hús, en öllu vandsamara að koma því aftur út.
Og gott er að hringja til lögreglu þegar ólæti verða, því þar eru útköll skráð og vega salt þegar þarf að grípa til örþrifaráða,“ segir sonurinn og spyr hvort að þetta ástand sé boðlegt fyrir ellilífeyrisþega sem að á við langvarandi veikindi að stríða.

Eins og áður segir er sonurinn bjartsýnn á að móðir hans fái úrlausn sinna mála eftir nýjustu uppákomuna en hann hefur áhyggjur af stöðu mála í fjölbýlishúsinu. „Það er sannarlega fleiri en einn pottur brotinn þarna í Bríetartúni, ömurlegar aðstæður og hættulegar,“ segir sonurinn.

Hér má sjá myndir og myndbönd sem sonurinn hefur tekið af aðstæðum

Innbrot í Bríetartún
play-sharp-fill

Innbrot í Bríetartún

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Hide picture