„Ef þetta er brennisteinn sem er að koma beint úr kvikunni, þá er hún komin það grunnt,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að kvika þurfi að vera komin á um 500 metra dýpi til að brennisteinsgas losni úr henni. Þegar þrýstingur lækki geti gas losnað úr henni.
Hann sagðist aðspurður ekki geta fullyrt að eldgos sé í aðsigi: „Ég veit það ekki, maður hefði haldið það, en það er eins og að það sé líka ein hver fyrirstaða,“ sagði hann og bætti við að eitthvað virðist tefja uppgöngu kvikunnar, að minnsta kosti í Grindavík. Það sé bara hið besta mál því þá reyni hún að finna sér aðra leið upp.