fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Freysteinn segir að líkur á eldgosi hafi ekki breyst

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 12:23

Freysteinn Sigmundsson. Mynd/Háskóli Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir að staðan á Reykjanesi sé svipuð og í gær. Jarðskjálftar haldi áfram en það viti á gott að hægst hefur á jarðskorpuhreyfingum.

Freysteinn sagði þetta í samtali við RÚV í morgun.

„Það eru áfram vísbendingar um innflæði kviku inn í þennan kvikugang sem liggur undir umbrotasvæðinu. Þess vegna þarf að vera við öllu búinn,“ segir hann og bætir við að hættumat Veðurstofunnar sé óbreytt. Brugðið geti til beggja vona þó hreyfingar hafi minnkað.

„Kvikuinnstreymið hefur stórlega minnkað frá því sem var í upphafi og er orðið miklu hægara. Ef kvika kemur upp á yfirborðið yrði það eldgos sennilega meira í takt við það sem gerðist í síðasta eldgosi við Fagradalsfjall heldur en eitthvað miklu stærra sem hefur verið í umræðunni,“ sagði Freysteinn við RÚV.

Hann segir að ekki hafi orðið merkjanlegar breytingar á dýpt skjálfta og líkön bendi til þess að kvikan sé á hálfs til eins kílómetra dýpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“