fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Telur að séra Friðrik hafi ekki farið yfir strikið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 10:30

Pétur Pétursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Pétursson, prófessor emeritus í kennimannlegri guðfræði, hefur rýnt í bók Guðmundar Magnússonar um Sr. Friðrik, og gefur bókinni lofsamlega umsögn í Morgunblaðinu í dag.

Pétur skrifar:

„Ævi­saga Guðmund­ar um séra Friðrik er í raun saga KFUM og þeirra fé­laga sem tengd­ust þess­ari kröft­ugu kristnu hreyf­ingu og skýr­ing­in er sú að Friðrik var lífið og sál­in í henni allt frá stofn­un ung­linga­deild­ar­inn­ar í Reykja­vík árið 1899.

Höf­und­ur rek­ur ævi­fer­il Friðriks ít­ar­lega og grein­ir frá því fólki sem hann mæt­ir á lífs­leiðinni og áhrif­um þess á hann og oft hef­ur hann einnig heim­ild­ir um það hvaða áhrif Friðrik hafði á annað fólk. Friðrik hafði greini­lega mikla per­sónutöfra og var rík­um hæfi­leik­um bú­inn og þeim beitti hann mark­visst að því lífstak­marki sem hann hvikaði ekki frá alla sína ævi eft­ir að hann kynnt­ist starfi KFUM í Kaup­manna­höfn þar sem hann var við há­skóla­nám – en það var að leiða drengi til per­sónu­legr­ar trú­ar á Jesú Krist.“

Pétur rekur efni bókarinnar en víkur í lok greinar sinnar að nánum samböndum sr. Friðriks við barnunga drengi. Pétur telur að miðað við lestur bókarinnar hafi sr. Friðrik ekki farið yfir strikið í samskiptum við drengina. Í viðtali í Kiljunni sagðist höfundur bókarinnar, Guðmundur Magnússon, vona að sr. Friðrik hefði ekki brotið af sér en tiltók reynslusögu sem bendir til annars. Pétur skrifar hins vegar:

„Guðmund­ur ger­ir grein fyr­ir nán­um vina­sam­bönd­um Friðriks og aðdáun hans á ein­staka drengj­um og eru lýs­ing­arn­ar sums staðar eins og um ástar­sam­bönd sé að ræða. Vitnað er í fjöl­mörg einka­bréf og skjala­safn Friðriks, sem varðveitt er í höfuðstöðum KFUM í Holta­görðum og hef­ur verið opið höf­undi, en af bók­inni að dæma virðist Friðrik ekki hafa farið yfir strikið í þess­um nánu sam­bönd­um og stend­ur því enn á þeim helg­ist­alli sem hann nauðugur eða vilj­ug­ur ávann sér í lif­anda lífi eft­ir þessa bók, sem tví­mæla­laust á það skilið að verða klass­ísk hvað varðar sögu séra Friðriks og KFUM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester