fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Vonir kvikna í baráttunni við fuglaflensu – Sumar tegundir þróa með sér ónæmi

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 14:30

H5N1 fuglaflensuveiran. Mynd:Wikimedia Commons/Cynthia Goldsmith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir vísindamenn segjast hafa náð stórum áfanga í baráttunni við fuglaflensu, H5N1, því þeir hafa fundið sjófugla sem hafa smitast af veirunni en náð sér og þróað með sér ónæmi gegn henni.

Þetta eru gleðifréttir fyrir alifuglabændur sem hafa þurft að berjast við fuglaflensu undanfarin misseri. Á síðasta ári drápust að minnsta kosti 3,4 milljónir fugla eða voru aflífaðir vegna flensunnar. Þetta hafði áhrif á verslanir því eggjaskortur var í landinu.

Sky News segir að rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að mjög ólíklegt sé að veiran berist langar vegalengdir á milli fuglabúa.

Rannsóknin byggist á rannsóknum á sjófuglum á Norðurslóðum en þeir eru sérstaklega viðkvæmar fyrir fuglaflensunni og skörfum.

Á síðasta ári drápust mörg þúsund sjófuglar á tveimur stöðum, Grassholm og Troup Head, og hefur fjöldi sjófugla á þessum stöðum ekki verið minni síðan á sjöunda áratugnum. Mun færri hafa drepist á þessu ári og telja vísindamenn að það megi rekja til að margir fuglar hafi sýkst en náð bata og séu því ónæmir fyrir veirunni.

Veiran getur borist í fuglabú frá villtum fuglum og því er mikilvægt að hægt sé að takast á við hana í villtum fuglum til að vernda fuglabúin.

En það er enn mikil óvissa tengd hvaða áhrif þetta mun hafa því fuglaveirur geta stökkbreyst og það getur haft þau áhrif að dregið getur úr virkni ónæmis. Það þýðir síðan að ekki er öruggt að ungar, sem fæðast á næsta ári, verði ónæmir og því reikna vísindamenn ekki með að heilu fuglastofnarnir muni ekki njóta góðs af þessu strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld