fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Eurovision-stjarna sár út í Björk: „Þú braust hjarta mitt“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 11:30

Samsett mynd/Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir birti mynd á Instagram-síðu sinni um helgina sem vakti athygli margra.

Myndin sem um ræðir á að sýna landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum í gegnum árin en smátt og smátt hafa Ísraelar lagt undir sig stærra svæði.

Á meðan sumir tóku undir með Björk og fögnuðu afstöðu hennar í málinu voru aðrir minna hrifnir og jafnvel sárir.

Ísraelska Eurovision-stjarnan Netta Barzilai, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísraels árið 2018, er í þeim hópi. Hún skrifaði athugasemd við færslu Bjarkar þar sem hún sagði: „You broke my heart“, eða „Þú braust hjarta mitt.“

Netta er fædd og uppalin í Ísrael og hefur hún verið dugleg að tjá sig um stöðu mála á Instagram. Hefur hún til dæmis birt myndir af einstaklingum sem saknað er eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna réðust inn í Ísrael þann 7. október og tók fólk í gíslingu.

Fleiri hafa gagnrýnt Björk, til dæmis tónlistarkonan Regina Spektor sem hefur áður sagst hafa litið upp til Bjarkar á sínum yngri árum. Spektor, sem er gyðingur, gagnrýndi Björk fyrir að þegja um atburðina í byrjun október þegar fjölmargir saklausir einstaklingar í Ísrael voru myrtir af vígamönnum Hamas.

Þá gagnrýndi Spektor íslensku tónlistarkonuna fyrir myndina sem hún birti og sagði að hún gæfi ekki rétta mynd af þróuninni síðustu áratugina. Þetta væri sárt að sjá frá einni af „hetjum“ sínum eins og hún lýsti Björk. Sagði hún að vonandi tækist að uppræta Hamas-samtökin svo íbúar á Gaza og heimsbyggðin öll geti andað léttar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Björk (@bjork)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli