fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð með lausn fyrir Breta: Hælisleitendur fái vatnsflösku og síðan sendir til baka

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að auðveldasta leiðin í málefnum flóttamanna sé oftast sú besta.

Sigmundur var gestur Nigel Farage, fyrrverandi formanns Breska Sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, í þætti hans, Talking Pints, á GB News-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi í gærkvöldi.

Fái vatnsflösku og snúið við

Í þættinum komu málefni hælisleitenda og flóttamanna til umræðu en mikill fjöldi þeirra fer yfir Ermarsundið, frá Frakklandi til Bretlands, á hverju ári.

Sigmundur sagði að þeir sem væru gómaðir á gúmmíbátum við strendur Bretlands ættu að fá vatnsflösku áður en þeim yrði snúið við.

Breska blaðið Express fjallar um þetta og vísar í ummæli Sigmundar í þættinum.

„Að mínu mati, þegar maður horfir á þetta utan frá, er málið einfalt. Af því að fólk á það til, sérstaklega stjórnmálamenn, að flækja málin allt of mikið,“ sagði hann og hélt áfram:

„Þannig að þegar bátur kemur með ólöglega flóttamenn. Ég myndi taka þá í land, gefa hverjum og einum eina vatnsflösku, og senda þá aftur til Frakklands.“

Sigmundur sagði eðlilegast að Frakkar tækju aftur á móti þessum flóttamönnum, enda komi þeir þaðan.

„Besta lausnin er oftast sú auðveldasta,“ sagði hann og bætti við að af þeirri ástæðu ættu Bretar að hætta að hugsa um Rúanda sem lausn í málefnum flóttamanna.

Greint var frá því í fyrra að bresk stjórnvöld hefðu áætlun um að flytja hælisleitendur sem koma yfir Ermarsundið í flóttamannabúðir í Afríkuríkinu. Óvíst er hvort af þessu verði og er málið fyrir breskum dómstólum þessa dagana.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigmund. Ummæli hans um flóttamenn koma eftir um átta mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“