fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sigurður svarar fyrir sig: „Ég hata ekki neina manneskju“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 08:54

Finnur Th. Eiríksson og Sigurður Skúlason: Myndin er samsett. Myndir-Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Engan veginn gat mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem grein mín, Fórnarlamb verður böðull, hefur haft,“ segir Sigurður Skúlason leikari í aðsendri grein á Vísi í morgun. Í áðurnefndri greini gerði hann hörmungarnar í Palestínu að umtalsefni og sagði Gaza-svæðið vera stærsta fangelsi í heimi. „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins,“ sagði hann meðal annars en greinin vakti mikil viðbrögð og tóku ófáir undir með Sigurði.

„Fyrst og fremst og svo til eingöngu hafa þessi viðbrögð verið óvenju jákvæð og full þakklætis og rétt er að þakka fyrir það. Einstaka útúrsnúningur og ásakanir um eitthvað sem ekki á við rök að styðjast er sjálfsagt óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu um eldfim efni af þessu tagi,“ segir Sigurður og vísar væntanlega í skrif Finns Th. Eiríkssonar sem er meðlimur í Menningarfélagi Gyðinga og stjórnarmaður í samtökunum Með Ísrael fyrir friði.

Finnur skrifaði grein á Vísi í gær, sem DV fjallaði meðal annars um, þar sem hann sakaði Sigurð um gyðingahatur vegna greinarinnar.

„Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans,“ sagði Finnur meðal annars.

Í ljósi þessa vill Sigurður ítreka nokkur atriði og gerir hann það í umræddri grein í morgun.

 „Að hata aðra manneskju er að hata sjálfan sig, því innsta eðli manneskjunnar er eitt og hið sama. Það felst í kjarna allra trúarbragða að lífið sjálft sé heilagt og þannig er enginn maður öðrum æðri og enginn maður öðrum óæðri,“ segir hann og heldur áfram:

„Ég hata ekki neina manneskju. En ég þekki hatur af eigin raun og það er sannarlega þungbær og lamandi lífsreynsla. Reynsla sem eitrar og eyðileggur líf. Við yfirvinnum ekki hatrið í sjálfum okkur nema með því að gangast við því – taka það til okkar og leysa það þannig upp. Að sjálfsögðu hef ég tilfinningar og ég get haft andúð á og jafnvel fyrirlitið framferði manna gagnvart öðrum mönnum. Framferði þar sem myrkur ræður oft för.“

Sigurður endar grein sína á að vísa í sjálfan Jesú.

„Jesús Kristur sagði: „Ég er ljós heimsins.‟ En hann sagði líka: „Þið eruð ljós heimsins.‟ Við erum öll ljós heimsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna