fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Hryllingur nýrra húseigenda – Fundu lík 19 ára manns í frysti í bakgarðinum 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamingja húseigenda yfir nýju heimili þeirra breyttist í hrylling eftir að þeir fundu lík í óvirkum frysti í bakgarði hússins. Í síðustu viku voru eigendurnir að reyna að koma frystinum á pallbíl til að fara með hann á haugana, en fannst frystirinn fullþungur. Opnuðu þau því frystinn til að kanna málið, og fundu líkið vafið í teppi og var rotnun þess langt komin. 

Fyrri íbúar hússins, hjónin Michael, 44 ára, og Karen Halstead, 43 ára, voru handtekin nokkrum klukkustundum síðar. Þau komu fyrir dóm í gær ákærð fyrir illa meðferð á líki 19 ára sonar þeirra, Logan, hvort um sig þarf að greiða 175 þúsund dali vilji þau sleppa út gegn tryggingu. Sonurinn var með klofinn hrygg (e. spina bifida). Hjónin eiga tvö önnur börn, tvíbura, sem eru í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Húsið sem um ræðir er í Headland, Alabama, sveitasamfélagi í suðausturhluta fylkisins. Lögreglan telur að að líkið hafi verið í frystinum síðan í ágúst. Lögreglustjóri Henry-sýslu segir faðirinn hafa sagt lögreglu frá því að hann hafi fengið stundarbrjálæði og muni ekki hvernig sonur hans endaði í frystinum. Halstead hjónin leigðu húsið, en fluttu burt í lok ágúst eftir að hafa ekki staðið skil á leigunni.

Það undarlega í málinu er að faðirinn lét lögregluna vita af staðsetningu líks sonar síns þann 11. október eftir að faðirinn var handtekinn fyrir að mæta ekki fyrir dómara vegna ásakana um meint heimilisofbeldi. Lögreglan fór að heimilinu en fann ekki líkið.

Á mánudaginn sagði Michael að eiginkona hans hefði ekki tekið þátt í förgun líks Logans.

Ákæruvaldið segir að hjónin gætu átt yfir höfði sér frekari ákærur vegna málsins.

„Við erum bara á fyrsta degi rannsóknarinnar svo aðrar hugsanlegar ákærur gætu bæst við, þar á meðal fyrir morð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“