fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þrjú úrvalsdeildarlið á höttunum eftir heimsmeistara

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú úrvalsdeildarlið hafa mikinn áhuga á Exequiel Palacios, leikmanni Bayer Leverkusen.

Um er að ræða 25 ára gamlan miðjumann sem hefur heillað mikið með Leverkusen það sem af er leiktíð, en liðið hefur staðið sig frábærlega og er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.

Palacios er nýbúinn að skrifa undir samning við Leverkusen til 2028 en það stöðvar ensk félög ekki í að sýna honum mikinn áhuga. Það styrkir þó stöðu þýska félagsins við samningaborðið til muna.

Samkvæmt TNT Sports eru Manchester City, Newcastle og Aston Villa félögin þrjú sem um ræðir.

Palacios á að baki 27 A-landsleiki fyrir hönd Argentínu og var hann til að mynda hluti af hópnum sem varð heimsmeistari í Katar undir lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina